Hafið þið einhvern tíma velt fyrir ykkur hvað verður um alla vasahnífana, skærin og allt hitt sem hirt er af fólki í vopnaleit á flugvöllum? Ég veit svosem ekki hvað verður um það sem tekið er í Leifsstöð en í Bandaríkjunum er það selt á Ebay. Vantar einhvern 25 pund af vasahnífum?
Vopnaleitin á Bolognaflugvelli er hins vegar ekki í lagi. Ég fékk næstum sjokk þegar ég opnaði veskið mitt einhvers staðar yfir Atlantshafi í haust og það fyrsta sem ég rak augun í var vasahnífurinn sem ég hélt ég hefði sett í ferðatöskuna. Eldfjallið sagði þegar við fórum í vopnaleitina ,,við skulum koma og láta gá hvort við séum bófar," en bófaleitarbúnaður Ítalanna var greinilega eitthvað defekt fyrst við sluppum í gegn með hnífinn.