Færeyingar til fyrirmyndar
Mér finnst að í íslensku áfengislöggjöfina vanti ákvæði sem er í færeysku rúsdrekkalögunum:
Er nakar vorðin fullur, skal loyvishavarin ella hjálparfólk hansara taka sær av, at tann fulli undir tryggum umstøðum verður fingin til hús ella á løgreglustøðina ella boðsenda løgregluni.
Sem sagt, að veitingamenn séu skyldugir til að sjá um heimsendingarþjónustu á fulla liðinu eða komi því í hendur lögreglu (er reyndar ekki viss um að boðsenda þýði það sama og á íslensku).
Þá yrði örugglega betra að búa í miðbænum.
En ég veit reyndar ekki af hve miklum krafti þessu er fylgt eftir í Færeyjum.