Ég villtist óvart yfir í (eða ufrí, fyrst ég var nú að rifja upp norðlenskuna í morgun) Kópavog áðan. Ætlaði bara ekki að rata þaðan aftur. Nú er vitað mál að þetta var einmitt ástæðan til þess að Kópavogur varð að þéttbýli upphaflega; fólk lenti þar einhvern veginn, rataði ekki út aftur og neyddist til að byggja sér húskofa. Ég sá nú ekki alveg framá að ég færi að byggja í Kópavogi svo að ég lagði mig alla fram og tókst á endanum að finna leiðina aftur til mannabyggða.
Núna er ég að elda lambaleggina sem ég frestaði í gær út af gæsalifrarkæfunni. Lyktin lofar allavega nokkuð góðu.