Ég heyrði fróðlegt viðtal í morgunútvarpinu við kræklingaræktanda. Hann sagði meðal annars að einhverjir helstu óvinir kræklingaræktar á Íslandi væru æðarkollur. Allt í lagi, þær eru kannski meira fyrir krækling en blikarnir, hvað veit ég. Nema svo sagði hann að í Dýrafirði (minnir mig) væru sex þúsund æðarkollupör. Ég vissi svosem að samkynhneigð þekktist í dýraríkinu en að hún væri svona algeng grunaði mig nú ekki.