Úlfur er upprennandi mataráhugamaður, held ég, og sennilega smekkmaður að auki. Við mamma hans vorum með hann í Hagkaup í Kringlunni áðan og allt í einu fannst í kerrunni pakki með portobellosveppum sem hvorug okkar kannaðist við að ætla að kaupa. Sá í sauðargærunni hefur þá gripið þá þegar honum var ekið framhjá grænmetisborðinu og laumað þeim í kerruna. Gott mál, en ég hef meiri áhyggjur af því að þegar hann kemur í heimsókn tekur hann alltaf skeiðið (skriðið) beint að vínskápnum mínum og fer að skoða í hann. Fyrst hann er svona strax, hvernig ætli hann verði þegar hann kemst á þriðja árið?