(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

22.12.08

Gay jólatré

Við dóttursonurinn settum upp jólatréð áðan. Það gekk ekkert vel. Fyrst hélt hann við tréð og ég skrúfaði festingarnar en það var rammskakkt. Þá höfðum við verkaskipti, ég hélt og hann skrúfaði. Tréð stóð beint þegar ég sleppti ... í eina sekúndu. Svo hallaði það undir flatt.

Þegar systir hans kom var gerð þriðja tilraunin en tréð hélt áfram að vera skakkt. Þá ákváðum við að hætta þessu; tréð er úti í horni hvorteðer og það var bara sett svo nálægt veggnum að það er þokkalega beint. Eða ekki, en það er minna áberandi.

Svo rann upp fyrir mér að tré sem er keypt af Samtökunum '78 getur náttúrlega ekki verið streit.

|