(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

20.10.08

Bókavertíðin þá og nú

Á mínum fyrri árum í útgáfubransanum einkenndust október og ekki síður nóvember af brjálæðislegri vinnu. Það voru svo margar bækur seint á ferðinni og reyndar komu langflestar bækurnar frá Iðunni út í fyrri hluta nóvember en sumar ekki fyrr en seint í mánuðinum eða jafnvel snemma í desember (að ógleymdri ágætri bók sem kom út 17. desember en seldist samt upp fyrir jól).

Núna eru líklega einhverjir 5-6 titlar sem enn eru ekki farnir frá okkur í prentsmiðju og flestir mjög langt komnir, nokkrir titlar eru í prentsmiðju og væntanlegir á næstu dögum og hellingur kominn þótt ekki sé búið að dreifa öllu í búðir. Þannig að við erum í afskaplega góðum málum og erum sum hver farin að dunda okkur við að undirbúa útgáfu næsta árs. Það verða engir 200 yfirvinnutímar í nóvember eins og kom fyrir hér í den. Það var reyndar fínt fyrir budduna en verra fyrir heilsuna. Ég lagðist oft veik í desember hér áður fyrr. Sakna þessara tíma lítið þótt þetta gæti vissulega verið býsna skemmtilegt oft á tíðum. En ég var yngri þá.

Svo erum við svo stálheppin að það var ákveðið í sumar að prenta næstum allt hér heima. Eins og ástandið er, þá er það ekki bara miklu hagstæðara, heldur þarf ekki að hafa áhyggjur af að kría út gjaldeyri til að leysa allt klabbið út þegar það loksins kemur til landsins. Reyndar eru fáeinir titlar prentaðir úti, það eru samprentsbækur sem þó voru flestar komnar áður en allt lokaðist og svo Af bestu lyst 3 (ný) og endurprentunin af Af bestu lyst 1 - þær eru komnar en það vantar gjaldeyri og bækur eru kannski ekki efstar á forgangslistanum. Í fyrra voru flestar frumprentanir erlendis, það voru aðallega endurprentanir sem unnar voru hér heima. Pæliði í því ef við ættum til dæmis þrjátíu þúsund eintök af Arnaldi á hafnarbakkanum og enginn gjaldeyrir í augsýn. Þá væri nú ekki gaman að vera til.

En þetta kemur allt fyrr eða síðar og ég er alveg á því að þetta gætu orðið þokkalegustu bókajól - bókaverð kemur til með að vera hagstætt miðað við allskyns innfluttan óþarfa ...

|