(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

14.7.08

Tíðindalaust af Inkaslóðum og þorskur með kryddmylsnu

Boltastelpan sat hér áðan og las tölvupóst sem hún hafði fengið frá frænku sinni og vinkonu, sem er að ganga Inkaslóðina með foreldrum sínum og systrum. Kom svo til okkar inn í borðstofu þar sem við vorum að borða kvöldmatinn.

Ég: -Hvað sagði Svava frá Perú?

Boltastelpan (hneyksluð á ömmunni): -Hún var ekkert að tala um Perú.

Nei. Auðvitað. Þegar maður er fimmtán ára og kemst í tölvupóstsamband í Andesfjöllunum er nú um merkilegri hluti að tala en Perú.

Kvöldmaturinn, já. Ég sá nokkuð álitlegan þorsk í Nóatúni, frekar lítil flök, og þar sem ég var þegar búin að setja nýuppteknar kartöflur í körfuna fannst mér líklegt að hann yrði alveg ídeal með. Sem reyndist rétt. Það má nota annan fisk (mæli þó ekkert sérstaklega með ýsu í þennan rétt) en þorskurinn var afskaplega góður. Og kartöflurnar náttúrlega sælgæti.

Börnin voru hins vegar ekkert hrifin. Óttalegir gikkir.

Þorskur með kryddmylsnu

800 g þorskflök, roð- og beinhreinsuð
endi af baguettebrauði eða 1 rúnnstykki
1/2 knippi steinselja
nokkur basilíkublöð (má sleppa)
rifinn börkur af 1 sítrónu
biti af parmesanosti (svona 20-25 g)
nýmalaður pipar
salt
3 msk ólífuolía


Ofninn hitaður í 180°C. Fiskurinn skorinn í hæfilega stór stykki. Brauðið rifið í bita og sett í matvinnsluvél ásamt kryddjurtum, sítrónuberki, parmesanosti, pipar og svolitlu salti (muna að osturinn er saltur) og vélin látin ganga þar til allt er orðið að mylsnu. Olíunni hellt í ofnskúffu eða eldfast mót, fiskurinn lagður í það (roðfletta hliðin upp og þunnir bitar brotnir tvöfaldir) og kryddaður með pipar og salti. Svo er bitunum snúið við (nú eru þeir þaktir olíu) og mylsnunni stráð jafnt yfir þá. Örlítið meiri olíu e.t.v. dreypt yfir. Bakað í miðjum ofni í 10-12 mínútur, eða þar til fiskurinn er rétt eldaður í gegn - mylsnan ætti eiginlega ekkert að vera farin að brúnast en samt orðin dálítið stökk. Borið fram með nýjum kartöflum og salati.

Namminamm.

|