(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

14.7.08

Sex á ströndinni í Dubai

Það er þetta með Dubai, já. Ég nefndi um daginn að það væri eins og einhver vildi senda mig þangað. Ég held ekki ég fari samt. Aldrei að vita í hverju maður lendir.

Bresku blöðin skrifuðu um helgina um einhverja breska bisnisskonu sem á víst yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi í Dubai (,,Arab prison" var sérstaklega tekið fram og maður sá fyrir sér einhverja skelfilega holu en kannski er djeilið í Dubai sama lúxusvistarveran og aðrar stassjónir þar virðast vera) fyrir að verið gripin við ,,drunken sex on the beach". Persónulega finnst mér sex on the beach ekkert spennandi hugmynd (helvítis sandurinn smýgur alls staðar), síst af öllu í björtu eins og þetta var víst (maður hefði haldið að sandurinn væri brennheitur) og þá kannski skiljanlegt að þeir séu ekkert of hrifnir í Dubai - en sex ára fangelsi er kannski fullharkalegt. Nóg refsing fyrir konugreyið að fá nafn og mynd í öllum blöðum, karlmaðurinn (líka Breti) hefur hins vegar ekkert verið ákærður.

Í Dubai er nefnilega mjög vinsælt meðal Vesturlandabúa að fara í kampavínsbrunch á einhverju lúxushótelinu í hádeginu: ,,For just over £50, you are served as much Taittinger champagne as you can possibly drink. Or spend an extra £9.50 and you can drink a never-ending glass of Bollinger. To soak up the alcohol, there is an enormous buffet featuring glistening mounds of lobster, seared beef and kangaroo steaks. From the start, there is a raucous party atmosphere. The champagne stops at 3.30pm ... just as a four-and-a-half hour long 'happy hour' starts at the bar."

Og Gunna systir er að fara til Dubai ...

|