(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

15.7.08

Fimmtán ára

Stundum finnst mér að ég sé frekar kaldlynd manneskja. Tilfinningadauf allavega. Ég græt ekki yfir (ó)dauðum hundum og klökkna ekki yfir skotnum ísbjörnum. Bregður yfirleitt frekar lítið við hvers konar hörmungar.

En það eru til hlutir sem geta komið tárunum fram í augun á mér. Ill meðferð á börnum þar á meðal. Einkum og sér í lagi kannski þegar það er ekki einstaklingur sem á sökina, heldur ríki. Yfirvöld. Þeir sem eiga að gæta mannréttinda barna og telja sig umkomna að dæma og fordæma aðra fyrir mannréttindabrot.

Og þá er sama hvort í hlut eiga Breiðuvíkurdrengir eða umkomulausir og hræddir útlendir unglingar. Á sama aldri og hún dótturdóttir mín þegar þeir voru teknir.

Þessi strákur hefur þegar eytt nærri þriðjungi ævinnar í Guantanamo og hefur ekki enn verið leiddur fyrir rétt.

|