(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

13.1.08

Öfugsnúningar

Ég skrapp áðan inn í Kringlu og keypti mér eitt og annað smálegt sem ég hef hvorki sérstaka þörf fyrir né pláss fyrir. Gleymdi auðvitað að kaupa tvennt sem mig bráðvantaði og var eiginlega ástæðan til Kringluferðarinnar.

Þegar ég var að fara út úr dyrunum tók ég eftir því að það var eitthvað skrítið við buxurnar mínar. Og þegar málið var athugað betur var ég í þeim úthverfum. Hmmm. Ég hef nú af og til farið í úthverfri peysu í vinnuna, það er þó ekki eins slæmt. Að vísu voru þetta víðar buxur með teygju í mittið, efnið eins á röngunni og réttunni ... en samt. Ég hefði átt að taka eftir þessu fyrr. Til dæmis þegar ég klæddi mig í buxnagarmana.

Spurning hvað ég á eftir að gera fleira öfugt áður en þessi sólarhringur er liðinn.

|