(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

29.11.06

Pylsukaup matargúrúsins

Ég skrapp í bæinn í hádeginu og var svöng. Ákvað að fá mér pylsu og brá mér inn í sjoppu. (Já, matargúrú borða pylsur af og til. Allavega ég.)

Svangt matargúrú: -Ég ætla að fá eina með öllu nema hráum, takk.

Afgreiðslukonan opnar pylsupottinn og tekur brauð: -Viltu hráan?

Matargúrúið: -Nei, öllu nema hráum, sagði ég.

Afgreiðslukonan: -Viltu steiktan lauk?

Matargúrúið: -Já.

Afgreiðslukonan: -Og tómat?

Matargúrúið: -Já.

Afgreiðslukonan: -Og majónes - nei, ég meina remúlaði?

Matargúrúið: -Öllu nema hráum. Líka sinnepi.

Ég fékk pylsuna fyrir rest. Og ég hefði skilið þetta ef í þessari sjoppu hefði verið boðið upp á til dæmis kokkteilsósu eða rauðkál eða kartöflusalat eða sýrðar gúrkur eða eitthvað slíkt á pylsurnar. En nei, svo var nú ekki.

Ágætis pylsa, samt. Ef maður er svangur.

|