(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

16.11.06

Bjöllumerkingar og fleira

Þegar ég var nýkomin heim um hálftíuleytið í fyrrakvöld var barið að dyrum hjá mér. Ég hélt náttúrlega að þetta væri einhver nágrannanna, sennilega að kvarta undan einhverju - kannski var þvottavélin farin að leka eða eitthvað. Fór til dyra viðbúin hinu versta.

Nei, þetta var bara piltur frá póstinum sem stundum hefur komið til mín áður. Hann sagði ,,já, mér fannst ég þekkja nafnið en þú verður að merkja dyrabjölluna".

Hann var með sendingu frá Amazon en það skondna var að hún átti alls ekki að fara á Grettisgötuna, ég ætlaði að láta senda mér hana á Bístró af því að ég hélt að hún kæmi með DHL eins og í tvö síðustu skipti (nóg þusaði ég yfir því þegar það gerðist) og þar sem ég er í vinnunni mestallan sólarhringinn eins og er fannst mér betra að hún kæmi þangað en heim.

En Amazon hafði semsagt sent þetta með póstinum og Íslandspóstur hafði sent það á Grettisgötuna, sem mér fannst fyrst í stað mjög merkilegt því að ég hef trassað að færa lögheimilið mitt og bý opinberlega enn á Kárastíg 9a og vinn á Kárastíg 9. Þannig að ég skildi ekki alveg hvernig pósturinn hafði haft uppi á mér á Grettisgötu, þar sem ég heiti meira að segja ennþá Þórdís á dyrabjöllu.

Svo þegar ég skoðaði kassann, þá stóð reyndar heimilisfangið á Bístró þar en svo stóð Billing address og það var Grettisgatan. Íslandspóstur hafði semsagt tekið vitlaust heimilisfang, sem reyndist svo vera rétt ... eða þannig.

En ég þarf víst að fara að koma því í verk að merkja bjölluna. Síðast þegar ég þurfti að skipta um merkingu á dyrabjöllu tók það mig reyndar átta eða tíu ár. Vonandi verð ég aðeins röskari núna.

Svona póststrákanna vegna. Þetta eru bestu skinn.

|