(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

25.5.06

Tvenns konar kanínur

Við Sauðargæran erum að fara að grilla kanínufillet sem við erum búin að marínera í sinnepi og rósmaríni og fleiru. Við vorum í heimsókn í sumarbústað austur í Brekkuskógi í dag og þegar við lögðum á stað fékk hann leyfi til að koma beint til mín og hjálpa til að grilla. Ég held að hann hafi minnt á þetta um það bil þrjátíu sinnum á leiðinni að austan.

Reyndar situr hann núna inni í stofu og horfir á He-Man and the Masters of the Universe. Nýja seríu sem ég keypti um daginn til að hann hefði eitthvað að horfa á þegar hann er hér. Hann kallaði á mig áðan og sagði eitthvað um vonda fjólubláa kanínu sem væri að angra sjálfan Garp. Ég hélt að þetta væri della í honum en auðvitað var vond fjólublá kanína að hrella hetjuna. Ég er víst búin að gleyma allt of miklu um He-Man. Sú var tíðin að ég vissi allt um það slekti allt saman.

Verst að ég á ekkert vín sem passar með kanínunni - ekki þessari fjólubláu sko, heldur kanínufilletinu sem við erum að fara að grilla. (Allavega ekkert sem ég tími að drekka núna.) Oh well.

|