(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

13.5.06

Af þvottavélum og altmúligtmönnum

Jamm. Nýja þvottavélin mín kom semsagt í gær og ég losnaði við þá gömlu í leiðinni mér að kostnaðarlausu. Það fannst mér fín þjónusta. Mér leist reyndar ekki á þegar ég var búin að tengja hana, í leiðbeiningunum stóð eitthvað um einhverja tappa sem ætti að stinga í þrjú göt aftan á vélinni en þau var ekki þar að finna. Ég klóraði mér vel og lengi í hausnum en ákvað að láta þetta bara eiga sig. Reyndar hef ég gert það áður við svipaðar aðstæður en það reyndust mistök ... En svo þegar ég var að leggja leiðbeiningarnar frá mér datt út úr þeim blað með texta á 26 tungumálum og fyrirsögninni Errata Corrige. Þegar ég var loksins búin að finna mál sem ég skildi kom í ljós að þetta voru einmitt fyrirmæli um að hunsa þetta með götin og tappana.

Ég ætla nú ekki að skrifa langt mál um þvottavélina en það er heilmikill lúxus að geta stungið óhreinum þvotti í hana, stillt nokkra takka og tekið hann svo út einhverjum klukkutímum seinna, skraufþurran og tilbúinn til samanbrots og skápavistar. Gamla vélin bauð ekki upp á það þótt hún væri sambyggð líka, ég þurfti að taka þvottinn út, snúa hurðinni til að breyta vélinni í þurrkara og þurrka svo þvottinn í skömmtum.

Nú vantar mig bara vél sem skúrar sjálfvirkt. Svoleiðis hlýtur að vera til - allavega er til ryksuga sem gengur sjálfala um íbúðina, er það ekki?

Aftur á móti vantar mig líklega ekki lengur iðnaðarmann. Ég er búin að frétta af einhverjum forláta manni sem pípar og smíðar og múrar og flísaleggur og málar og hvaðeina og hef lagt að því drög að fá hann til mín seinnipartinn í sumar til að taka baðherbergið í gegn. Það sem meira er, mér skilst að maðurinn komi þegar hann segist ætla að koma og ljúki verkinu á tilsettum tíma. Því trúi ég reyndar mátulega. En það kemur í ljós.

|