(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

24.12.05

Það styttist í jólin.

Ég fæ líklega ekki margt af jólaóskalistanum mínum; veit ekki með frið á jörð en það er allavega ósköp friðsælt hér á Kárastígnum. Jú, svo fékk ég dúnsængina mína en ég gaf mér hana sjálf. Gæsadúnssæng reyndar, tímdi ekki að splæsa í æðardún, en þetta er einhver Síberíuútgáfa sem á að geta haldið á mér hita við hvaða aðstæður sem er.

Það þýðir einu hlutverkinu færra fyrir iðnaðarmanninn. En ég á reyndar ekki von á honum heldur, því er nú verr. Og arininn ætti að verða óþarfur. Ég kveiki bara á kerti ef ég vil horfa á eld. Eða fer fram í eldhús og kveiki á gashellu.

Og svo kom efnafræðistúdentinn með konfektkassa og skúraði stigann. Svona eiga synir að vera.

Heyrðu, þetta er annars í fínu standi. Vantar eiginlega bara Metaxaflösku. En ég á bæði koníak og Calvados í vínskápnum, það ætti að duga mér í staðinn.

Annars er allt í sómanum. Búin að sjóða hangikjötið og gera hvítan súkkulaðiís. Deigið í litlu súkkulaðikökurnar er tilbúið og ég er að fara að gera hindberjasósuna. Andabringurnar og humarinn eru að þiðna á eldhúsbekknum. Fer að sjóða rauðkálið rétt bráðum, er að hugsa um að setja trönuber út í það. Svo er ég að hugsa um að hafa steiktar perur með. Og tvenns konar kartöflur, brúnaðar fyrir Boltastelpuna og ofnsteiktar í andafeiti fyrir efnafræðistúdentinn og Sauðargæruna, sem deila ekki hrifningu hennar á brúnuðum kartöflum.

Ég er ekki enn búin að ákveða hvernig ég elda humarinn sem er í forrétt (og ég sem hef verið að hvetja fólk til að ákveða jólamatseðilinn með góðum fyrirvara) en það verður eitthvað með tómötum, esdragoni og hvítlauk. Á líka eftir að sjá til með tímasetningar - humar og andabringur er kannski ekkert sérlega heppileg samsetning að því leyti að hvorttveggja þolir ofeldun mjög illa - ég gæti beðið með að elda bringurnar þar til við erum búin með forréttinn en ekki víst að börnin verði hrifin af því ef tognar mikið úr máltíðinni.

Reyndar er hvorugt þeirra líklegt til að borða humar; Boltastelpan er búin að lýsa því yfir að hún vilji ekki sjá hann, bróðir hennar mundi hugsanlega smakka ef honum væri talin trú um að Gísli ljósmyndari hefði veitt hann. Kannski fá þau bara ristað brauð á meðan.

Efnafræðistúdentinn: -Mér finnst að krakkarnir geti bara étið humr.

Ég: -En þá verður bara minna handa okkur hinum.

Efnafræðistúdentinn: -Mér finnst að krakkarnir eigi ekkert að vera að éta humr.

Gleðileg jól, enn og aftur.

|