(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

4.4.05

Ég þurfti að breyta skipulaginu í svefnherberginu mínu um helgina, ég er nefnilega að fá nýja tölvu í staðinn fyrir fartölvuna sem ég hef verið með undanfarið ár og er búin að vera biluð síðustu þrjár vikur og ekki einu sinni hægt að halda henni í gangi með muscovadosykri. En þessi nýja er borðtölva og ég þurfti að fara og fjárfesta í borði undir hana og færa svo til húsgögn og bókastafla og alls konar drasl til að koma henni fyrir á eina hugsanlega staðnum í íbúðinni.

Núna er ég búin að koma tölvuborðinu fyrir og bíð bara eftir tölvunni. Ég er aftur á móti ekki búin að finna stað fyrir helminginn af dótinu sem ég þurfti að færa til og svefnherbergið mitt er þar af leiðandi eins og sniðið fyrir ákveðinn sjónvarpsþátt ...

Sennilega þarf ég að losa mig við eitthvað af bókum. Ekki matreiðslubækur, auðvitað. Slatta af reyfurum og undarlegum bókum sem ég hef ekki hugmynd um af hverju ég eignaðist. Hvað gerir maður við svoleiðis? Fer bara með þær í Góða hirðinn? Eða eru einhverjar stofnanir eða félagssamtök sem vilja gjarna fá gefins bækur af þessari sort (glæpasögur, sci-fi og fantasíubækur, vellulegar ástarsögur)?

|