(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

31.5.03

Nú sit ég og bíð spennt eftir að efnafræðistúdentinn komi heim af morgunvaktinni í Sundhöllinni. Ég fékk nefnilega símtal frá honum áðan. Eftir að hann var búin að segja mér undan og ofan af því hvað var gaman á djamminu í nótt kom þetta:

,,Minntu mig á að segja þér hvernig kviknaði í hárinu á mér."
,,Ha?"
,,Já, það brann svolítið ..."

Nú er ég að pæla: Er hann að búa mig varlega undir að hann komi sköllóttur heim? Heldur hann að ég sé svo utan við mig og eftirtektarlaus mamma að ég sjái ekki að fyrra bragði ef umtalsverður hluti af heysátunni á hausnum á honum er skyndilega horfinn? (Hann gæti haft rétt fyrir sér þar.) Eða var bruninn í alvöru svo lítilvægur að hann heldur að hann gleymi að segja mér skemmtilega sögu ef hann er ekki minntur á það?

|